Fyrirspurn til Össurs!

Ætlar þú að leigja ibúðina út á haustmánuðum?

Hvernig þá? Vikubasis eða mánaðarbasis?

Ef maður vill fá upplýsingar um verð og hvort laust er á maður að hafa samband við þig eða Márus?

Hefði hug á að vera þarna ca. 2 vikur einhverntíma í sept.- okt.

kv. R.Ása

 

ES.  Sigurður varst þú búinn með ferðasöguna???


Ertu búin(n) að ákveða sumarfríið þitt?

Komið þið sæl lesendur góðir. Ég er ekki viss hvort ég megi auglýsa á þessari ágætu síðu ! ! Henni verður þá bara kastað út aftur ef þetta er ólöglegt. Eins og segir í fyrirsögninni hér fyrir ofan,þá á ég svar við þessari spurningu fyrir ykkur. Það er einbýlishús með einkasundlaug á La Marina á Spáni sem er til leigu í sumar og lengur ef um semst. La Marina er bær mitt á milli Alicante og Torrevieja. Á La Marina er mjög rólegt og sólríkt og er barnvænt að vera,auk þess er stutt á gólfvöllinn og á ströndina. Ef þið viljið skoða myndir af einbýlishúsinu er ykkur bennt á að fara á heimasíðu: www.marusinspain.com   til frekari upplýsinga er ykkur bennt á að senda fyrirspurn til: marusinspain@yahoo.com eða hringt í Marus í síma:00 34 618 251 930  Verið ófeyminn að spurja,ég gæti einnig svarað fyrirspurnum ef óskað er. Hafið það gott í sumarfríinu hvar sem þið skemmtið ykkur.

Kærar kveðjur Össur 

 


Við gullna hliðið!

Tvær konur eru að bíða á biðstofunni við Gullna hliðið og eru að bera saman sögurnar af því hvernig þær dóu. Sú fyrri segir: "Ég fraus til bana."
"En hræðilegt," segir hin, "að frjósa til bana. Það hlýtur að hafa verið kvalarfullt?"
"Ekkert svo," segir sú fyrri, "þegar maður er hættur að skjálfa af kulda verður maður bara syfjaður og finnur fyrir hlýju. Loks dettur maður bara út. Hvað með þig? Hvað gerðist?"
"Ég fékk hjartaáfall. Mig var búið að gruna manninn minn lengi um framhjáhald og ákvað að koma snemma heim úr vinnunni einn daginn. En þegar ég kom heim, sat hann bara inni í stofu og horfði á sjónvarpið."
"Nú?" spyr sú fyrri. "En hvað gerðist?"
"Ég var alveg viss um að það væri önnur kona í húsinu, svo ég hljóp um allt að leita. Upp á háaloft, niður í kjallara, inni í alla skápa og undir öll rúm. Ég hélt þessu áfram þar til ég var búin að kemba allt húsið. Þegar því var lokið var ég svo örmagna að ég hné niður, fékk hjartaáfall og dó."
"Hmm," segir sú fyrri, "leitt að þú skyldir ekki kíkja í frystikistuna.
Þá værum við báðar á lífi."

Hjálpa? eða ekki hjálpa?

Maður liggur í rúminu hjá konu sinni, þegar allt í einu er bankað á útihurðina hjá þeim. Hann snýr sér við og lítur á klukkuna og sér að hún er hálf fjögur að morgni. "Ekki ætla ég að fara til dyra." hugsar hann með sér og snýr sér aftur við. Þá er bankað enn harðar á útihurðina.
"Ætlarðu ekki að fara til dyra?" spyr kona hans.
Jæja, hann dregst á lappir, fer niður stigann og opnar. Þar fyrir utan stendur maður. Ekki fór á milli mála, að maðurinn var vel fullur.

"Hæ," sagði sá drukkni, "geturðu komið og ýtt mér?". "Nei, þú ert of fullur, burt með þig, klukkan er hálf fjögur að nóttu og ég var sofandi." segir maðurinn og skellir hurðinni á hann.Svo fór hann aftur upp í rúm. Kona hans spurði hvað hafði gerst og sagði síðan, "Heyrðu, þetta var nú ekki fallega gert. Manstu þegar bíllinn okkar bilaði og við þurftum að fá einhvern til þess að ýta okkur um miðja nótt til þess að ná í börnin til barnapíunnar? Hvað hefði gerst, hefði sá maður ekki ýtt okkur?".
"Já en þessi maður er blindfullur.", svaraði maðurinn.
"Skiptir ekki máli, við eigum að hjálpa honum." sagði konan.
Maðurinn fer þá aftur fram úr og niður stigann og opnar dyrnar. "Á ég að ýta þér núna?" kallaði hann út í myrkrið."Já, takk, endilega" kallaði maðurinn utan úr myrkrinu. "Hvar ertu?", kallaði hinn.
Og sá hífaði kallar: "Ég er hérna í rólunni úti í garði!"!!!


Eins og venjulega!

Eins og oft er þá fann ég auðvitað ekki bekkjarmyndina!  Veit ekki hvar ég hef potað henni, eftir að við Geir Viðar vorum að skoða hana.  Sé ekki fram á að ég hafi tíma til að leita að henni alveg á næstunni, þannig að það verður bið á að ég geti prófað að skanna hana inn.  En endilega ef þið lumið á gömlum myndum, þá er um að gera að reyna að skella þeim hér innWink  Alltaf gaman að sjá hvernig fólkið leit út, þegar það var "yngri" Grin

kv.R.Ása 


Á einhver gamlar myndir?

Var að hugsa um að það yrði nú gaman að setja hér inn gamlar bekkjarmyndir og bara gamlar myndir síðan við vorum yngri Tounge  Ég á sjálf að eiga mynd af 12 ára K og einhverjar myndir sem voru sennilega teknar um svipað leyti, ætla að vita hvort ég finn þær og geti skannað þær inn.  Ef þið lumið á myndum úr hinum bekkjunum eða bara einhverjum gömlum, þá væri gaman að setja þær hér inn.Grin

kv. R.Ása 


Ef einhverjar spurningar.......

Ef einhverjar spurningar vakna, þá er bara að hafa samband við mig.

Var að reyna að senda nýju slóðina í SMS,( veit ekki hvernig til tókst) á þau ykkar sem ég hef GSM númer hjá og sendi reyndar tölvupóst á þau sem ég hef tölvufangið hjá......

Hægt er að hafa samband í GSM : 8452696 eða senda línu á ingvarsdottir@yahoo.com 

R.Ása 


Myndir!


Bloggið flutt!

Er að flytja bloggið hingað yfir, þar sem mér finnst þetta bloggumhverfi betra og ódýrara! Cool

Þarf ekki að borga fyrir myndapláss.....

Sjáum til hvernig þetta gengur! 

R.Ása 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband